top of page
aherslur-1.jpg

Fjölskylduvænt samfélag

Áhersla lögð á að Sveitarfélagið Árborg sé frábært fjölskylduvænt samfélag.

 

Mikið hefur gerst undanfarin ár í málefnum fjölskyldunnar í Sveitarfélaginu Árborg og eigum við óhikað að halda áfram að bæta grunnþjónustuna í skóla, íþrótta- og frístundamálum sem og hvað varðar málefni einstaklinga með fötlun, á sem hagkvæmastan hátt.

  • Með samstarfi sveitarfélagsins og hins opinbera þarf að vera hægt að bjóða upp á leikskólapláss fyrir börn frá 12 mánaða aldri

  • Grunnskólarnir geti þróast áfram í takti við breytingar í samfélaginu, efla verður starfsemi Sérdeildar Suðurlands og forgangsraða uppbyggingu í öllum þéttbýliskjörnum til framtíðar

  • Árborg verði öflugur málsvari fyrir málaflokk fatlaðra í viðræðum við ríkisvaldið um aukið fjármagn í þessa grunnþjónustu

  • Skipulagt íþrótta- og frístundastarf standi öllum til boða óháð efnahag, búsetu, uppruna, kyni eða fötlun. Þar gegna frístundastyrkir, samstarf skóla, frístunda og félagasamtaka, forgangsröðun uppbyggingar og góðar samgöngur lykilhlutverki

  • Skapa eina mestu frístunda- og útivistarparadís á Íslandi með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Selfossvelli sem mun efla faglegt samstarf, auka hagkvæmni í rekstri og bæta nýtingu mannvirkja innan frístundageirans

Fjölskylduvænt samfélag
aherslur-2.jpg

Skýr framtíðarsýn í skipulagsmálum

Það þarf að leggja fram skýra framtíðarsýn um stefnu Sveitarfélagsins Árborgar í skipulagsmálum í kjölfar vinnu við aðalskipulag svo að íbúðauppbygging verði í takti við getu innviða.

 

Uppbygging íbúðarhúsnæðis á svæðinu og þá sérstaklega á Selfossi hefur verið fordæmalaus undanfarin ár sem hefur skapað tækifæri til framtíðar en einnig vandamál fyrir innviði sveitarfélagsins og þjónustu við íbúa.

  • Árborg hafi skýra framtíðarsýn á uppbyggingu hvers svæðis og stjórni ferðinni til að innviðir fylgi í takt ásamt þjónusta við aðra íbúa.

  • Horfa til þess í samstarfi við hagsmunaaðila að íbúðauppbygging á Selfossi sé fjölbreytt

  • Bætt sé í lóðaframboð á Eyrarbakka og Stokkseyri sem styrkir um leið þá innviði sem þar eru til staðar

  • Fjölga atvinnutækifærum með uppbyggingu atvinnulóða í sveitarfélaginu fyrir ný fyrirtæki

  • Sveitarfélagið Árborg ásamt nágrannasveitarfélögum vinni betur saman að framtíðar atvinnumöguleikum svæðisins þar sem t.d. nálægð hafnarinnar í Þorlákshöfn og orkuöflun getur skipti miklu máli

  • Með nýrri brú yfir Ölfusá skapast ótalmörg tækifæri fyrir Árborg og m.a. þarf að huga að framtíðarmöguleikum Austurvegar og Eyrarvegar sem saman mynda hinn eiginlega miðbæ Selfoss

aherslur-3.jpg

Nýsköpun og öflugt atvinnulíf

Sveitarfélagið á að vera í virku samtali við atvinnulífið og vinna að því að fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu með markvissum hætti.

  • Gerð sé atvinnustefna fyrir Árborg svo framtíðarsýnin sé skýr og allir hagsmunaaðilar geti horft í sömu átt

  • Skapa fjölbreytt atvinnutækifæri í Árborg svo íbúar geti haft fleiri valmöguleika um áhugaverð störf í nærsamfélaginu, stutt frá heimili og fjölskyldu. 

  • Sveitarfélagið Árborg sé í virku samtali við fjölbreyttar atvinnugreinar í samfélaginu og styrki tengsl og samstarf milli fjölbreyttra fyrirtækja

  • Vinna að því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar og þróunar. Hvort sem um er að ræða verslun, ferðaþjónustu, iðnað eða skólaumhverfið.

Skýr framtíðarsýn í skipulagsmálum
Nýsköpun og öflugt atvinnulíf
aherslur-4.jpg

Ábyrg fjármálastjórn

Það þarf að leggja ríka áherslu á öfluga og ábyrga fjármálastjórn sem til framtíðar gefur aukin tækifæri til að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki.

 

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár sem hefur kallað á mikla innviðauppbyggingu. Þar er bæði um að ræða framkvæmdir mannvirkja og vatns- og fráveita ásamt almennum rekstri sveitarfélagsins. Nú þegar við vonumst til að Covid-19 sé á undanhaldi og lífið fari í eðlilegri skorður er mikilvægt að leggja skýra stefnu til framtíðar í rekstri sveitarfélagsins.

  • Rekstur sveitarfélagsins komist á réttan kjöl með samhentu átaki kjörinna fulltrúa og starfsmanna

  • Endurskipuleggja og forgangsraða verkefnum og halda í grunnþjónustuna

  • Framkvæmdum sveitarfélagsins sé forgangsraðað í öllum málaflokkum til að nýta fjármagnið sem best

  • Sveitarfélagið Árborg sé í leiðandi hlutverki með nágrannasveitarfélögunum okkar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leiðrétta þátttöku ríkissjóðs í málum þar sem tekjur hafa ekki fylgt þeim verkefnum sem færð hafa verið til sveitarfélaga

 

Ef við náum í sameiningu tökum á þessum grunnþáttum í fjármálastjórn sveitarfélagsins og breikka tekjustofninn er komið tækifæri til að lækka álögur líkt og fasteigna- og/eða leikskólagjöld sem skilar sér beint í auknum ráðstöfunartekjum heimila og fyrirtækja. 

Ábyrg fjármálastjórn
aherslur-5.jpg

Lýðheilsu- og útivistarparadís

Sveitarfélagið Árborg sem heilsueflandi samfélag býður upp á fjölbreyttrar möguleika til hreyfingar fyrir alla aldurshópa og við eigum sóknarfæri til að efla hreyfingu almennings og útivistarsvæðin okkar enn frekar.

  • Með gerð lýðheilsustefnu er sett fram markviss áætlun hvernig megi efla lýðheilsu og hreyfingu allra aldurshópa í samfélaginu 

  • Göngu- og hjólastígakerfi innan sveitarfélagsins er með ágætum en klára þarf malbikaða stíginn milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar sem um leið tengir Tjarnabyggð og hluta dreifbýlisins við þéttbýliskjarnana

  • Uppbyggingu reiðvega um sveitarfélagið haldi áfram í samráði við hagsmunaaðila

  • Vinna að því að bæta og fjölga útivistarmöguleikum fyrir íbúa líkt og frisbígolfvöllum, leiksvæðum, merktum fjallahjólastíg og æfingatækjum við göngustíga. Ásamt áframhaldandi uppbyggingu í Hellisskógi, Hallskoti, Friðlandi í Flóa og fjörunni

  • Opnir tímar fyrir fjölskyldur í íþróttamannvirkjum og skipulagðar fjölskyldugönguferðir haldi áfram og mögulega fjölgi enda eykur það hreyfingu og samveru fjölskyldunnar

  • Sveitarfélagið standi fyrir öflugum forvörnum í sinni breiðustu mynd

Lýðheilsu- og útivistarparadís
aherslur-6.jpg

Það er gott að eldast í Árborg

Við sem samfélag eigum að halda vel utan um málefni eldri borgara og auka möguleika til heilsueflingar og þjónustu í nærsamfélaginu. 

 

Með auknum lífsgæðum undanfarna áratugi eigum við raunhæfari möguleika á að halda betri heilsu þegar við eldumst. Ég tel mikilvægt að sveitarfélagið veiti góða þjónustu fyrir þennan aldurshóp og sé í samstarfi við félög eldri borgara til að sú þjónusta sé markviss og skilvirk.

  • Vera í góðu samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila með hag íbúa að leiðarljósi

  • Góðar forvarnir sem bæta bæði líkamlega og andlega heilsu

  • Halda áfram með heilsueflingarnámskeið fyrir 60+

  • Veita meiri möguleika á að búa sem lengst á eigin heimili

  • Auka fræðslu og bæta göngustígakerfi með bekkjum

  • Styðja við félög eldri borgara í Árborg og það öfluga félagsstarf sem þarf fer fram

aherslur-7.jpg

Hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur

Ég vill leggja áherslu á bættar samgöngur og Sveitarfélagið Árborg verði leiðandi í rafmagnsvæðingu almenningssamgangna. 

 

Bættar samgöngur innan sveitarfélagsins og sérstaklega milli þéttbýliskjarnanna gefur íbúum á öllum aldri aukin tækifæri til að nýta þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði á svæðinu óháð búsetu.

  • Auka tíðni ferða hjá Árborgarstrætó milli þéttbýliskjarna sveitarfélagsins

  • Áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga innan sveitarfélagsins sem tengja betur saman Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfoss og dreifbýlið og um leið hvetja til heilsusamlegri og vistvænni möguleika í samgöngum.

  • Sveitarfélagið Árborg verði fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að rafmagnsvæða almenningssamgöngur í sveitarfélaginu

  • Mikil tækifæri eru fólgin í samstarfi við nágrannasveitarfélögin okkar um lagningu göngu- og hjólastíga. Slíkt samstarf ætti til framtíðar að skapa tengingu stíga milli sveitarfélaga

Það er gott að eldast í Árborg
Hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur
aherslur-8.jpg

Blómlegt menningar- og viðburðastarf

Við eigum að styðja við og efla fjölbreytt menningarstarf innan sveitarfélagsins og skapa ný tækifæri í ráðstefnu- og viðburðahaldi.

  • Styðja við bæjarhátíðirnar sem lífga upp á samfélagið fyrir okkur íbúa og laða árlega að fjölda gesta til sveitarfélagsins 

  • Klára uppbyggingu menningarsalarins sem mun gefa okkur sem búum í sveitarfélaginu ný tækifæri í menningarstarfi og ráðstefnuhaldi

  • Halda áfram með viðbyggingu og viðhald litla leikhússins í Sigtúni til að bæta aðgengismál og aðstöðu Leikfélags Selfoss

  • Efla söfnin í sveitarfélaginu og gefa nýjum tækifæri til að blómgast

Blómlegt menningar- og viðburðastarf
bottom of page