top of page
bragi_forsida_feature.jpg

Bragi Bjarnason, oddviti D-listans í Árborg

XD ÁRBORG

Ég heiti Bragi Bjarnason og gef kost á mér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fer fram 19.mars næstkomandi. 

 

Ég sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins þar sem ég tel að kraftar mínir nýtist til að leiða samstilltan hóp fólks til góðra verka fyrir samfélagið. Öflugt lið þar sem allir hafa rödd og stuðning til að ljúka verkefnum og ná settum markmiðum. 

 

Stefnumál

Ég legg áherslu á ábyrgan rekstur sveitarfélagsins þar sem öflug fjármálastjórn og forgangsröðun skapar tækifæri og forsendur til að veita okkur íbúum betri þjónustu til framtíðar. Samhliða þeirri íbúafjölgun sem hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf að fjölga atvinnutækifærum svo íbúar hafi fleiri valmöguleika um störf í nærsamfélaginu. Þar vil ég leggja mín lóð á vogarskálarnar svo samfélagið okkar geti haldið áfram að vaxa en á þeim forsendum að inniviðir, líkt og leik- og grunnskólar, hitaveita og önnur þjónustu sé tilbúin undir slíkt. 

 

Sem foreldri þriggja barna hef ég kynnst því öfluga starfi sem er í leik- og grunnskólum og frístundastarfinu í Árborg. Það er að mínu mati frábært að ala upp börn í Sveitarfélaginu Árborg og vil ég leggja allan minn metnað í að það verði áfram eftirsóknarvert að búa í sveitarfélaginu.

Helstu áherslumál

Hafa samband

Vertu í sambandi!

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page